Fara í innihald

Tígull

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tveir tíglar
Tveir tíglar

Tígull er ferhyrningur sem er með allar hliðar jafn langar. Allir tíglar eru jafnframt samsíðungar og allir ferningar eru jafnframt tíglar. Í tígli eru mótlæg horn jafn stór. Hornalínur tíguls eru hornréttar hvor á aðra og helminga jafnframt hvor aðra. Flatarmál tíguls má reikna út frá lengd hornalínanna. Séu þær kallaðar a og b þá er flatarmál tígulsins F = 1/2 ab. Það má rökstyðja með því að benda á að hornalínurnar skipta tíglinum í fjóra eins rétthyrnda þríhyrninga, sem hver um sig hefur flatarmálið 1/8 ab.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.