Fara í innihald

Sneriltromma

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sneriltromma er tromma, með skinni bæði undir og yfir og s.k. gormum undir sem strekkja má upp að neðra skinninu og titra þegar slegið er á trommuna. Sneriltromma er notuð í m.a. við skrúðgöngur og marseringar og í lúðrasveitum og sinfóníuhljómsveitum. Sneriltromma er einnig hluti trommusetts, sem mikið er notað í djass-, rokk- og popphljómsveitum og einnig í lúðrasveitum.