Fara í innihald

Skagfirðingabók

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Skagfirðingabók er tímarit um héraðssögu sem gefið er út af Sögufélagi Skagfirðinga. Skagfirðingabók kom fyrst út 1966 og hafa nú (2011) komið út 33 bindi á 45 árum.

Stofnendur Skagfirðingabókar voru: Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg, Hannes Pétursson skáld og Sigurjón Björnsson prófessor. Upphaflegt nafn var Skagfirðingabók, Ársrit Sögufélags Skagfirðinga, en frá og með 7. bindi, 1975, varð titillinn: Skagfirðingabók, Rit Sögufélags Skagfirðinga.

Skagfirðingabók hefur eingöngu birt sögulegt eða sagnfræðilegt efni en ekki ljóð, fréttaannál úr héraði eða æviágrip látinna einstaklinga, eins og sum héraðsrit hafa gert. Í tímaritinu hefur birst gríðarmikið efni um skagfirska sögu. Skagfirðingabók kom út með sama sniði til ársins 2005 og höfðu þá komið út 30 bindi, með nafnaskrám í þriðja hverju bindi. Með 31. bindi, árið 2008, var brot bókarinnar stækkað lítillega, myndefni aukið og bókin bundin í harðspjöld.

Á heimasíðu Sögufélags Skagfirðinga er yfirlit um greinar sem birst hafa í Skagfirðingabók.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]