Fara í innihald

Sigurborg Stefánsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurborg Stefánsdóttir (f. 28. janúar 1959) er íslensk myndlistarkona. Hún fæst jöfnum höndum við bókverkagerð og málun. Sigurborg nam myndlist við Skolen for Brugskunst- Danmarks designskole (nú KADK) í Kaupmannahöfn í Danmörku árin 1982-1987 og útskrifaðist frá teikni og grafíkdeild skólans, eftir m.a eitt ár við textíldeild skólans.[1][2] Auk þess hefur hún tekið þátt í ýmsum námskeiðum m.a. í Bandaríkjunum, Japan og Mexíkó. Hún starfaði um árabil sem kennari við Myndlista og handíðaskóla Íslands og Listaháskóla Íslands en vinnur nú eingöngu að eigin myndlist. Hún hefur haldið á þriðja tug einkasýninga og takið þátt í fjölmörgum samsýningum, víða um heim.

Sigurborg myndskreytti barnabók Einars Kárasonar frá árinu 1999, Litla systir og dvergarnir sjö.[3] Sigurborg myndskreytti íslensku þjóðsöguna Grautardalls sögu árið 2004.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Sigurborg Stefánsdóttir | Artótek“. www.artotek.is. Sótt 18. október 2023.
  2. „Vera - 6. tölublað (01.12.1990) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 18. október 2023.
  3. „Litla systir og dvergarnir sjö | Bókmenntaborgin“. bokmenntaborgin.is. Sótt 18. október 2023.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]