Fara í innihald

Roberto Saviano

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Roberto Saviano árið 2019.

Roberto Saviano (f. 22. september 1979) er ítalskur blaðamaður, rithöfundur og handritshöfundur frá Napólí. Hann er þekktastur fyrir skáldsöguna Gómorra: Mafían í Napólí frá 2006 sem fjallar um skipulagða glæpastarfsemi camorra-samtakanna í Napólí. Tveimur árum síðar var gerð vinsæl sjónvarpsþáttaröð eftir bókinni. Eftir útgáfu bókarinnar hefur honum borist fjöldi líflátshótana frá Casalesi-fjölskyldunni og hann hefur síðan þá búið við stöðuga öryggisgæslu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.