Fara í innihald

Ottó N. Þorláksson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ottó N. Þorláksson (fæddur 4. nóvember 1871, dáinn 9. ágúst 1966) var íslenskur skipstjóri, verkalýðsfrömuður og fyrsti forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ)

Ottó fæddist í Biskupstungum og ólst að mestu upp hjá föðurfólki sínu fram yfir fermingu en foreldrar hans voru Þorlákur Sigurðsson bóndi á Korpúlfstöðum og Elín Sæmundsdóttir. Ottó byrjaði ungur í sjómennsku, tók skipstjórapróf úr Sjómannaskólanum og fór fljótlega að starfa að verkalýðsmálum. Hann var fyrsti forseti Alþýðusambands Íslands og var einnig fyrsti formaður Alþýðuflokksins um tíma árið 1916.[1]

Tilvísun[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Ottó N. Þorláksson látinn“, Morgunblaðið 11. ágúst 1966 (skoðað 3. júlí 2019)