Legall de Kermeur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Legall de Kermeur (1702 – 1792) var franskur skákmaður. Hann var fæddur inn í bretónska fjölskyldu og var álitinn fremsti skákspilari Frakklands þar til hann vék fyrir sínum eigin lærling Francois-André Philidor.

Hann var iðinn við að mæta á hið þekkta Café de la Régence í París þar sem hann tók oft leiki með forgjöf, þ.e. lét frá sér peð eða leikmann í byrjun leiks þar sem hann var bestur í Frakklandi.

Eftir honum heitir Lègal-mát þar sem hvítur mátar í 7 skrefum með óvenjulegri samsetningu þar sem drottningunni er fórnað. Þessa samsetningu spilaði hann (þó minniháttar frábrugðið) í leik á móti Saint-Brie árið 1750 í París.[1].

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.