Fara í innihald

León (Guanajuato)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
León.

León (formlega León de Los Aldama) er fjölmennasta borg mexíkóska fylkisins Guanajuato og fjórða stærsta borg landsins. Um 1,7 milljónir búa þar en á stórborgarsvæðinu búa 2,1 milljón (2020).

León er á mexíkósku hásléttunni. Hún er ein hjólavænasta borg Mexíkó með hjólastígakerfi. Einnig er hún þekkt fyrir leður- og skógerð.