Fara í innihald

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (Ísland)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn er íslenskur stjórnmálaflokkur stofnaður af Guðmundi Franklín Jónssyni árið 2020. Slagorð þeirra er Fjárfestum, framkvæmum og framleiðum. Flokkurinn er með listabókstafin O. Flokkurinn leggur áherslu á að styrkja grunnstoðir samfélagsins þar sem einstaklingurinn nýtur frelsis til athafna í gegnum sköpunarkraft og með frumkvæði að vopni. Þeir vilja efla beint lýðræði og nota þjóðaratkvæðagreiðslur í mikilvægum málefnum. Að þeirra mati er einstaklingsfrelsi lykillinn að gæfu þjóðarinnar ásamt lágum sköttum, friðsömum og haftalausum milliríkjaviðskiptum, frjálsri samkeppni og sem minnstum ríkisafskiptum. [1]

Þann 14. október 2020 tilkynnti Guðmundur Franklín Jónsson að hann væri að stofna nýjan stjórnmálaflokk sem ætlaði að gefa kost á sér í alþingiskosningunum 2021 sem að héti Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn.[2] Þann 10. febrúar 2021 var framboðið staðfest og tilkynnt.[3] Flokkurinn bauð fram í alþingiskosningunum 2021 sem fóru fram þann 25. september 2021.

Guðmundur Franklín sagði af sér sem formaður eftir kosningarnar 2021 og tók Glúmur Baldvinsson við stjórninni eftir þær.[4]

Framboð[breyta | breyta frumkóða]

Alþingiskosningar 2021[breyta | breyta frumkóða]

Flokkurinn bauð fram lista í öllum kjördæmum og fékk 0,4% fylgi í kosningunum og engan kjörinn þingmann með einungis 844 atkvæði.[5] Daginn eftir kosningarnar, 26. september 2021 tilkynnti formaður flokksins, Guðmundur Franklín Jónsson, að hann væri hættur öllum afskiptum sínum af stjórnmálum.[6] Samt tilkynnti hann að flokkurinn væri ekki hættur en óvíst er hver mun taka við hans stjórn.

Sveitarstjórnarkosningar 2022[breyta | breyta frumkóða]

Í febrúar árið 2022 sagði Guðmundur Franklín Jónsson í samtali við Fréttablaðið að ekki væri von á framboði í sveitarstjórnarkosningunum. Glúmur Baldvinsson, oddviti flokksins í kosningum 2021 sagði í framhaldinu að ekki væri nein plön um það. Hann sagði samt að nýr stjórnmálaflokkur væri á plani.

Formenn[breyta | breyta frumkóða]

Formaður Byrjaði Hætti
Guðmundur Franklín Jónsson 2020 2021
Glúmur Baldvinsson 2021 Enn í embætti

Varaformenn[breyta | breyta frumkóða]

Varaformaður Byrjaði Hætti
Glúmur Baldvinsson 2021 2021

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn“. x-o.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. nóvember 2021. Sótt 16. september 2021.
  2. Hilmarsdóttir, Sunna Kristín. „Frjáls­lyndi lýð­ræðis­flokkurinn býður fram til Al­þingis - Vísir“. visir.is. Sótt 16. september 2021.
  3. „Segir frambjóðendur nýstofnaðs stjórnmálaafls óttast fjölmiðla“. Stundin. Sótt 16. september 2021.
  4. „Glúmur meðal umsækjenda um stöðu bæjarstjóra“. www.mbl.is. Sótt 8. júní 2024.
  5. „Lokatölur: Ríkisstjórnin heldur velli með 37 þingmenn“. RÚV. 26. september 2021. Sótt 26. september 2021.
  6. Þakkir og uppgjör, sótt 26. september 2021