Fara í innihald

Forseti Tékklands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Forseti Tékklands er þjóðhöfðingi Tékklands og yfirmaður herafla Tékklandshers. Forsætisráðherra Tékklands er stjórnarleiðtogi landsins.

Mest af völdum forsetans eru táknræn þar sem framkvæmdavaldið er í höndum ríkisstjórnar Tékklands sem forsætisráðherrann fer fyrir. Forsetinn hefur meðal annars það hlutverk að skipa ráðherra og forsætisráðherra, stjórnarmenn Seðlabanka Tékklands og tilnefna dómara í Stjórnlagarétt Tékklands.

Forsetinn er kjörinn til 5 ára í senn. Til 2012 var forsetinn kosinn af tékkneska þinginu, en síðan þá hefur hann verið kosinn í almennum kosningum.

Listi yfir forseta Tékklands[breyta | breyta frumkóða]

Forseti Embættistaka Embættislok Flokkur Kjörtímabil Fyrri embætti
1 Václav Havel
(1936–2011)
2. febrúar 1993 2. febrúar 2003 Óháður 1 (1993) Forseti Tékkóslóvakíu
(1989–1992)
2 (1998)
2 Václav Klaus
(f. 1941)
7. mars 2003 7. mars 2013 Borgaralegi demókrataflokkurinn (Tékklandi)
(ODS)
3 (2003) Forsætisráðherra
(1992–1998)
Þingforseti
(1998–2002)[1]
4 (2008)
3 Miloš Zeman
(f. 1944)
8. mars 2013 8. mars 2023 Borgararéttindaflokkurinn
(SPO)
5 (2013) Þingforseti
(1996–1998)[2]
Forsætisráðherra
(1998–2002)
6 (2018)
4 Petr Pavel
(f. 1961)
9. mars 2023 Í embætti
(Kjörtímabili lýkur 9. mars 2028)
Óháður 7 (2023) Yfirmaður herafla Tékklands (2012–2015)
Formaður hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins (2015–2018)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Prof. Ing. Václav Klaus, CSc“. Poslanecká sněmovna Parlament České republiky. Sótt 5. apríl 2018.
  2. „Ing. Miloš Zeman“. Poslanecká sněmovna Parlament České republiky. Sótt 5. apríl 2018.