Einar Benediktsson (f. 1931)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Einar Benediktsson (f. 1931) er íslenskur hagfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur sem var sendiherra og sendifulltrúi auk fleiri starfa sem hann gegndi í utanríkisþjónustunni.

Foreldrar Einars voru Stefán Már Benediktsson, f. 24.7.1906, d. 12.2. 1945, kaupmaður í Reykjavík, og Sigríður Oddsdóttir, f. 18.9.1907, d. 27.8.1988, húsmóðir. Afi hans og nafni Einar Benediktsson, var landsþekktur sem skáld og sýslumaður. Meðal ættartenglsa Einars við aðra landsþekkta einstaklinga má nefna Matthías Jochumsson skáld, Jón Þorláksson forsætisráðherra, Sigurð Nordal prófessor, föður Jóhannesar Nordal seðlabankastjóra og afa Ólafar Nordal alþingiskonu og ráðherra, Geir Hallgrímsson borgarstjóra, forsætisráðherra og seðlabankastjóra, Jóhannes Zoega hitaveitustjóra, Katrínu Fjeldsted lækni og borgarfulltrúa og fleiri.[1]

Einar starfaði 1956-60 í hagdeild Efnahagssamvinnustofnunar Evrópu (OEEC) í París; 1960-64 deildarstjóri í efnahags- og viðskiptaráðuneytunum; 1964 deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu og það ár sendiráðunautur í París; 1968-70 deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu; 1970-76 fastafulltrúi hjá EFTA og alþjóðastofnunum í Genf, skipaður sendiherra; 1976-82 sendiherra í Frakklandi, jafnframt því hjá OECD og UNESCO og á Spáni og í Portúgal; 1982-86 sendiherra í Bretlandi, jafnframt því í Hollandi, Írlandi og Nígeríu; 1986-1991 sendiherra hjá NATO, Evrópusambandinu, Belgíu og Lúxemborg; 1991-93 sendiherra í Noregi jafnframt í Póllandi og Tékkóslóvakíu; 1993-98 sendiherra í Bandaríkjunum jafnframt því í Kanada, Brasilíu, Chile, Argentínu, Úrugvay, Venesúela og Costa Ríka. Einar starfaði á vegum forsætisráðuneytisins frá 1998 að starfslokum 2001, meðal annar sem framkvæmdastjóri Landafundanefndar vegna kynningarátaks í Vesturheimi á árþúsundamótum. Var síðan um skeið ráðgjafi í utanríkis- og forsætisráðuneytunum og stjórnarformaður UNICEF Ísland 2003-2008. Einar hlaut stórriddarakross Fálkaorðunnar og erlend heiðursmerki.[2][3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Dagblaðið Vísir - DV - 97. tölublað (30.04.1991) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 5. maí 2024.
  2. „Einar Benediktsson - Samtíðarmenn 2003“. web.archive.org. 17. júlí 2011. Afritað af uppruna á 17. júlí 2011. Sótt 5. maí 2024.
  3. „Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra – 85 ára“. Morgunblaðið. 30. apríl 2016.