Fara í innihald

Alaskasýprus

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Xanthocyparis nootkatensis)
Cupressus nootkatensis
Barr og köngull, Mount Rainier National Park
Barr og köngull, Mount Rainier National Park
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Einisætt (Cupressaceae)
Ættkvísl: Cupressus
Tegund:
C. nootkatensis

Tvínefni
Cupressus nootkatensis
D.Don 1824
Útbreiðsla í Norður-Ameríku
Útbreiðsla í Norður-Ameríku
Samheiti
  • Callitropsis nootkatensis (D.Don) Oerst. ex D.P.Little
  • Callitropsis nootkatensis (D. Don) Florin
  • Chamaecyparis nootkatensis (D. Don) Sudw.
  • Chamaecyparis nootkatensis (D.Don) Spach
  • Chamaecyparis nutkaensis Lindl. & Gordon
  • Cupressus americana Trautv.
  • Cupressus nutkatensis Hook.
  • Thuja excelsa Bong.
  • Thujopsis borealis Carrière
  • Thujopsis cupressoides Carrière
  • Thujopsis tchugatskoyae Carrière
  • Xanthocyparis nootkatensis (D.Don) Farjon & D.K.Harder
Nærmynd af barri.

Alaskasýprus (fræðiheiti: Cupressus nootkatensis, áður þekkt sem Chamaecyparis nootkatensis ) er barrtré af grátviðarætt (Cupressaceae). Það vex í strandhéruðum Bresku Kólumbíu, sunnanverðu Alaska og allt suður til Norðvestur-Kaliforníu. Það verður 30–40 m á hæð og vaxtalag er eins og grönn keila. Kýs mikinn loftraka og djúpan jarðraka. Er skuggþolið og vex upp inni í greni- og þallarskógum. Alaskasýprus er hægvaxta og getur náð 1.000 – 3.500 ára aldri.

Árssprotar vaxa í fleti eins og í blævæng og hafa ekki eiginleg endabrum, heldur stöðva þeir bara vöxtinn í bili við óhagstæð veðurskilyrði. Barrnálar eru skellaga.

Börkurinn er grábrúnn og sléttur og flagnar af í stórum flögum á eldri trjám. Könglar eru kúlulaga.

Á Íslandi[breyta | breyta frumkóða]

Alaskasýprus hefur ekki náð mikilli hæð hérlendis en reynsla er ekki mikil, eintök má finna á t.d. í Lystigarði Akureyrar, Hallormsstað, Mógilsá, í Skorradal, á Reykjavíkursvæðinu, í Múlakoti og í Fljótshlíð. Hann vex mjög hægt hérlendis og vantar líklega meiri hita. Hann þarf mjög gott skjól og vex ágætlega í hálfskugga af öðrum trjám. Hann þolir illa þurranæðinga í frosti og vetrarsól, og verður því að skýla honum vel fyrir því og norðanáttinni. Vetrarskýli er því nauðsynlegt fyrstu árin, nema hann hafi mjög gott skjól af öðrum gróðri í kring.

Alaskasýprus
Barr

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

Lystigarður Akureyrar - Alaskasýprus Geymt 25 september 2020 í Wayback Machine

  Þessi trésgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.