Fara í innihald

Notendastýrð persónuleg aðstoð

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá NPA)

Notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) er velferðarþjónusta til handa einstaklingum sem þurfa aðstoð vegna veikinda eða fötlunar. Aðstoðin skal vera skipulögð á forsendum þeirra sem nota þjónustuna og undir þeirra verkstýringu og verkstjórn. Ef fötlun eða veikindi notandans koma í veg fyrir að hann annist sjálfur verkstjórn skal hann eiga rétt á aðstoð við verkstjórnina. Þjónustan skal vera heildstæð og krefst samhæfingar af hálfu félags-, heilbrigðis-, og menntamála.

Notendastýrð persónuleg aðstoð er veitt á grundvelli samnings milli sveitarfélags og einstaklingsins sem notar þjónustuna.[1] Þjónustan byggir á hugmyndafræði um sjálfstætt líf (e. Independent living) og þau sem nota aðstoðina stýra sjálf fyrirkomulagi þjónustunnar og ákveða sjálf hver veitir aðstoðina og hvernig hún er skipulögð.[2] Aðstoðin getur verið veitt inn á heimili einstaklings, á vinnustað eða öðrum þeim vettvangi sem notandinn ákveður. Með notendastýrði persónulegri aðstoð minnkar þörfin á því að fatlaðir og eða langveikir einstaklingar dveljist á stofnunum.

NPA-miðstöðin er umsýsluaðili með samningum um notendastýrða persónulega aðstoð á Íslandi og hefur miðstöðin starfsleyfi frá félagsmálaráðuneytinu.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimasíða NPA-miðstöðvarinnar (skoðað 1. október 2019)

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Stjornarradid.is, „Almennt um NPA“ (skoðað 1. október 2019)
  2. Reykjavik.is, „NPA“ (skoðað 1. október 2019)